REF 3054489
Fallegt útsýni frá þessum eignum, gerir þær einstakar en þaðan má sjá bæði saltvötnin og hafið. Kjarninn er staðsettur á móts við verndað skógarsvæði og nýtur þannig næðis en er um leið í aðeins nokkurra mínútna akstursfjarlægð frá þjónustu í bænum San Miguel de Salinas og golfvöllunum Villamartin og Las Colinas. Verslunarmiðstöðin La Zenia Boulevard og La Zenia ströndin eru í 15 mínútna akstursfjarlægð.
Nútímalegar íbúðir á jarðhæð með garði eða efri hæð með þakverönd. Allar eignirnar eru með 3 svefnherbergjum, 2 baðherbergjum, opinni stofu, nútíma eldhúsi, verönd og einkabílastæði. Í kjarnanum er sameiginleg sundlaug og garðar.
San Miguel de Salinas er spænskur bær við suður Costa Blanca. Bærinn er byggður á hæð og nýtur útsýnis yfir Torrevieja saltvötnin og ótal sítrónu- og appelsínuakra í grenndinni.
San Miguel de Salinas er staðsettur nálægt nokkrum golfvöllum, svo sem Las Colinas og Villamartín og býður íbúum sínum uppá sjarma miðjarðarhafsþorpsins. Njóttu vikumarkaðarins, heimsæktu hellana í bænum og taktu þátt í hátíðum sem haldnar eru reglulega. Allt þetta, ásamt frábæru framboði þjónustu, gerir San Miguel de Salinas að einum af uppáhaldsáfangastöðum þeirra sem eru að leita að heimili í sólinni eða vilja koma í frí við Miðjarðarhafsströndina.
Viltu skoða þessa eign og svipaðar eignir?
Komdu í heimsókn og skoðaðu með eigin augum