REF 4813102
Kjarninn býður upp á íbúðir með 2 svefnherbergjum og 2 baðherbergjum sem eru fáanlegar í ýmsum útgáfum; jarðhæðir með einkaverönd/garði, miðhæðir með yfirbyggðri verönd og þakíbúðir með þakverönd og sjávarútsýni. Allar íbúðirnar eru með stofuna, borðstofuna og eldhúsið í opnu rúmgóðu rými með litlu þvottaherbergi inn af eldhúsinu. Hjónaherbergið er með baðherbergi inn af og hurð út á verönd. Þakíbúðirnar eru með stiga innahúss sem leiðir upp á þakið þar sem er að finna “pergólu” úr við. Þá eru tengi til að setja upp útieldhús á þakveröndinni.
Íbúðunum fylgir tengi fyrir loftkælingu, fullbúnir fataskápar, Smart kerfi og einkabílastæði með tengi fyrir hleðslustöð fyrir rafmagnsbíla.
Kjarninn býður upp á framúrskarandi sameiginleg svæði, s.s. fullbúin græn svæði, sundlaug fyrir fullorðna og börn, strandsvæði við sundlaugina, útisturtur, leikvöll, fjölnota æfingartæki utanhúss, hjólastæði og bílakjallara. Á sundlaugarsvæðinu eru nokkur inni svæði, s.s. salerni, gufubað og stór salur. Öll grænu svæðin eru með gervigrasi og plöntum sem lækkar viðhalds – og vökvunarkostnað.Villamartín er íbúðabyggð við Orihuela Costa sem byggð var við samnefndan gólfvöll, Golfklúbbinn Villamartín. Völlurinn var byggður og hannaður af P. Puttman, og vígður árið 1972. Mikil gróðursæld hefur dafnað á þeim tæplega 50 árum sem liðið hafa frá opnun vallarins, sem gerir umhverfi hans einstaklega fagurt.
Fyrir þá sem vilja njóta lífsins í náttúrlegu umhverfi, nálægt ströndinni sem er í 5 km. fjarlægð, er Villamartín án efa besti kosturinn á Costa Blanca. Hér eru fasteignirnar í Villamartín:
Viltu skoða þessa eign og svipaðar eignir?
Komdu í heimsókn og skoðaðu með eigin augum