REF 5077236
Næsti bær er Algorfa sem styður við þjónustuna en þar eru bankar, apótek og heilsugæsla. Hinar fallegu strendur Guardamar del Segura, La Mata og La Marina eru í um 30 mínútna akstursfjarlægð.
Hraðbrautin AP7 tengir svæðið við flugvöllinn í Alicante og Murcia sem báðir eru í um klukkustundarfjarlægð.
Verkefnið kynnir parhús og einbýlishús, á þremur hæðum auk þakverandar með útsýni yfir golfvöllinn. Allar tegundir eru með opinni stofu á jarðhæð, með stórum gluggum sem leiða út á verönd. Það fer eftir tegund hvort fyrsta hæðin samanstendur af 2 eða 3 svefnherbergjum, með möguleika á að nota eitt eða fleiri herbergi í kjallaranum sem auka svefnherbergi eða aðra möguleika. Sömuleiðis er þakveröndin aðgengileg annað hvort frá jarðhæð eða verönd á fyrstu hæð.
Húsunum fylgir tengi fyrir loftkælingu, fataskápar og bílastæði. Aukalega er hægt að fá gólfhita í baðherbergjum, fullgerðan kjallara, fá heitan pott eða bæta við sundlaug.
La Finca er afmörkuð íbúabyggð sem teygir sig utan um samnefndan golfvöll, La Finca Golf. Hér er að finna fyrsta flokks þjónustu eins og fimm stjörnu hótel, stórt klúbbhús, golfskóla, íþróttavöll og verslanasvæði með veitingastöðum og annarri þjónustu.
Fasteignirnar við La Finca Golf eiga sameiginlegt rólegt umhverfið og fallegt útsýni yfir dalinn. Í aðeins um 2 km. fjarlægð frá miðbæ Algorfa og allri nauðsynlegri þjónustu, og í 15 mín. fjarlægð frá ströndum Guardamar. Fullkominn staður fyrir þá sem leita eftir fasteign í nálægð við ströndina, langt frá skarkala en þó stutt í allt. Hér má sjá fasteignaframboðið við La Finca Golf.
Viltu skoða þessa eign og svipaðar eignir?
Komdu í heimsókn og skoðaðu með eigin augum