REF 5089509
Kjarninn býður upp á hús á einni hæð auk þakverandar og eru fáanleg í tveimur útgáfum; raðhús með 2 svefnherbergjum og 2 baðherbergjum og einbýli með 3 svefnherbergjum og 2 baðherbergjum. Öll húsin eru með opnu skipulagi og stofu sem opnast út á verönd og sundlaugarsvæðið. Utanáliggjandi stigi leiðir upp á þakverönd þar sem hægt er að njóta útsýnisins frá húsunum. Raðhúsin eru með sér verönd útfrá svefnherbergjunum og bílastæði fyrir einn bíl en einbýlishúsin eru með garð og bílastæði fyrir tvo bíla.
Hægt verður að hafa áhrif á innréttingar og þess háttar. En húsin eru afhend með tengi fyrir loftkælingu, fullbúnu eldhúsi, rafstýrðum gardínum, úti-eldhúsi á þakveröndinni, sundlaug með útisturtu, tengi fyrir sólarsellur, og bílastæði.
Strandbærinn San Juan de los Terreros tilheyrir Pulpí í Almeríu, sem liggur að Murcia-héraði. Bærinn er þekktur fyrir fallegar strendur og tvær eldfjallaeyjur útaf ströndinni eða Isla de Terreros-Isla Negra Natural.
Á undanförnum árum hefur ferðamennska á svæðinu aukist, þökk sé ströndunum og uppbyggingu þjónustu í kring. Tilvalin staðsetning fyrir íþróttaáhugamenn, sérstaklega þá sem unna vatnaíþróttum. Milt Miðjarðarhafsloftslagið býður uppá að hægt sé að stunda þær allan ársins hring.
Viltu skoða þessa eign og svipaðar eignir?
Komdu í heimsókn og skoðaðu með eigin augum