REF 6851873
Kjarninn býður upp á nútímaleg einbýlishús á tveimur hæðum, með 3 svefnherbergjum og 2 baðherbergjum. Rúmgóð stofan sameinar setustofu, fullbúið eldhús og borðkrók sem opnast út á að yfirbyggða verönd með einkasundlaug. Þá er einnig gestasalerni og en-suite svefnherbergi með sérverönd á jarðhæð. Hin tvö svefnherbergin eru á efri hæð og deila baðherbergi með aðgangi frá báðum herbergjum. Þar er verönd með útsýni yfir sundlaugina, út frá báðum svefnherbergjunum.
Einbýlishúsin eru byggð með sjálfbærum efnum, sem gerir kjarnann vottaðan hvað orkunýtni varðar. Einnig fylgir fullbúin loftkæling, eldhústæki, rafmagnsgardínur í svefnherbergjum, gólfhiti á baðherbergjum, LED inni-og úti lýsing, sólarsellur, einkasundlaug, garður með gervigrasi og bílastæði á lóðinni með rafknúnu hliði.
Dolores er bær inni í landi við suður Costa Blanca, í um 20 km. fjarlægð frá ströndu. Þar er að finna dæmigerða Miðjarðarhafssveit, með víðáttumiklum appelsínu - og sítrónuökrum.
Fyrir þá sem kjósa ró og frið, hlýja vetur og rúmgóðar fasteignir á góðu verði, er Dolores mjög góður kostur. Þar er að finna áhugaverðar nýbyggingar, nútímaleg einbýli í gæðaflokki á samkeppnishæfum verðum. Hikið ekki og skoðið fasteignirnar í Dolores
Viltu skoða þessa eign og svipaðar eignir?
Komdu í heimsókn og skoðaðu með eigin augum