REF 7024730
Íbúðir í Torrevieja, aðeins 60 metra frá ströndinni. Þessi nýi íbúðarkjarni hentar vel þeim sem vilja njóta miðjarðarhafsstíls án þess að vera háðir bíl. Staðsettur við Acequión-ströndina, í göngufæri við miðbæinn og strandgötuna, með fjölbreytt þjónustuframboð: matvöruverslanir, skólar, veitingastaðir, íþróttaaðstaða og afþreying fyrir alla aldurshópa.
Íbúðirnar eru með 1, 2 eða 3 svefnherbergjum og rúmgóðri hönnun með opnu eldhúsi, borðstofu og stofu. Stórir gluggar og franskar svalir hleypa inn náttúrulegri birtu. Þakíbúðirnar bjóða upp á rúmgóðar einka þakverandir yfir 20 m².
Þessar nútímalegu íbúðir með vönduðum frágangi bjóða upp á fataskápa, rafknúnar gardínur í svefnherbergjum (með valmöguleika fyrir önnur herbergi), fullbúin baðherbergi, innbyggð LED lýsing um alla eignina og foruppsetningu fyrir loftkælingu. Einnig er mögulegt að kaupa bílastæði í kjallara með foruppsetningu fyrir rafbílahleðslu.
Húsið býður upp á sameiginlega þakverönd með sundlaug og setusvæði, þar sem njóta má sjávarloftsins og hlýrra veðursins.
Torrevieja er vel tengt með almenningssamgöngum. Tíðar rútur fara frá aðalstöðinni til Alicante-Elche flugvallar daglega. Akstur tekur um 45 mínútur til Alicante og u.þ.b. 50 mínútur til Murcia International. Fullkomnar íbúðir til heilsárs búsetu eða sem viðhaldsminni frístundahúsnæði.
Torrevieja er borg þar sem njóta má lífsins utandyra, borg sem horfir alltaf til sjávar, borg sem er stútfull af hefðum og venjum en um leið nútímaleg og opin öllum sem vilja njóta lífsstílsins við Miðjarðarhafið. Borgin býr að einstöku loftslagi sem byggir á nálægð sjávar og staðsetningu hennar á Íberíuskaganum sem slíkum og þessi staðreynd býður okkur uppá meðalhita um 18ºC og meira en 300 sólskinsdaga á ári.
Það fyrsta sem vekur athygli í Torrevieja er umhverfið, þar sem tvö saltlón standa upp úr, annað bleikt en hitt grænt en vötnin eru hluti af þjóðgörðum Lagunas de La Mata og Torrevieja.
Þegar talað er um borgina er við hæfi að nefna tvennt; sjó og salt. Salt er hinn sanni uppruni þessa bæjar. Allt fram á miðja 20. öld var saltiðnaður aðalatvinnuvegur íbúa Torrevieja og í dag er Torrevieja einn helsti saltframleiðandi Spánar með um 600.000 tonna framleiðslu að meðaltali á ári.
Strandlengja Torrevieja er löng, eða samtals 14 km, þar sem finna má fjöldann allan af þéttbýlisströndum, víkum og skotum til að kæla sig í, en mörgum þeirra má hreinlega líkja við paradís.
Strendur Torrevieja eru vottaðar samkvæmt gæðastöðlum og umhverfisstjórnun. Torrevieja hefur þannig gæðastimpil sem hún má vera stolt af.
Mismunandi hefðbundnar hátíðir eru haldnar allt árið í borginni, svo sem páskagöngurnar eða sjógangan til heiðurs La Virgen del Carmen þann 16. júlí.
Maí hátíðin er líka mjög vinsæl meðal íbúa og gesta, með dæmigerðum básum, vínum, matargerð og tónlistarviðburðum. Torrevieja sameinar skemmtun og menningu fullkomlega.
Borgin tekur á móti þér opnum örmum og þú ert velkominn á fallegum stað fullum af lífi, menningu og skemmtun.
Viltu skoða þessa eign og svipaðar eignir?
Komdu í heimsókn og skoðaðu með eigin augum