REF 7047093
Íbúðir í Calpe með stórkostlegu útsýni og einstakri sameignar aðstöðu, aðeins 400 metrum frá ströndinni og í nálægð við alla helstu þjónustu, afþreyingu og útivist eins og hafnir, golfvelli og gönguleiðir. Íbúðarkjarninn er staðsettur rétt rúmlega klukkustundar akstursfjarlægð frá alþjóðaflugvellinum í Alicante.
Þessi nútímalegi íbúðarkjarni samanstendur af þremur háhýsum sem mynda þekktar útlínur Calpe og bjóða upp á einstaka sýn yfir Miðjarðarhafið, saltlónin og hinn virðulega Peñón de Ifach. Íbúðirnar eru með 2 eða 3 svefnherbergjum og fáanlegar í ýmsum útgáfum. Sumar tegundir eru á einni hæð, á meðan aðrar — eins og þriggja svefnherbergja tegundirnar — bjóða upp á stofur með aukinni lofthæð. Þakíbúðirnar eru með einka þakverönd og óhindruðu útsýni.
Allar eignir hafa rúmgóðar suður svalir, stigi er yfir framhlið hússins til að tryggja næði og bæta aðgengi að náttúrulegri birtu. Þær eru með fullbúnu eldhúsi með innbyggðum heimilistækjum, fataskápum, loftkælingu með Wi-Fi stýringu, handklæðaofnum á baðherbergjum og mynddyrasíma. Sér geymsla og bílastæði í bílakjallara fylgja með öllum tegundum, ásamt foruppsetningu fyrir hleðslustöð fyrir rafbíla.
Lokaður íbúðarkjarninn býður upp á fjölbreytta sameiginlega aðstöðu sem snýr að vellíðan og afþreyingu: sundlaugar fyrir fullorðna og börn, nuddpott, bar við sundlaug, gróin svæði, padelvelli, líkamsræktarsal með útsýni yfir laugina, sameignarsvæði, barnaklúbb, leiksvæði, jógasvæði og pilatesaðstöðu, auk útisvæðis fyrir líkamsrækt (calisthenics). Einnig er hjólastæði með foruppsetningu fyrir hleðslu rafhjóla.
Þessar glæsilegu og vel útbúnu íbúðir eru tilvaldar fyrir allt árið eða sem fyrsta flokks frístundahús á Costa Blanca.
Calpe er, ásamt Denia, ein af megin borgunum á Norður Costa Blanca. Eitt af einkennum Calpe og táknrænt fyrir Costa Blanca er Peñón de Ifach, klettur sem teygir sig 332 m. upp til himins af ströndinni. Peñón de Ifach er heimili ýmissa fuglategunda og hefur verið þjóðgarður frá 1987.
Calpe er alsett gæðalegum ströndum og víkum sem þúsundir gesta hafa notið á síðustu árum. Ferðaiðnaðurinn hefur breytt þessari hafnarborg í eina af meginkjörnum búsetuferðaþjónustunnar á Costa Blanca. Það má sannreyna á ótrúlegu úrvali þjónustu og fasteigna við sjávarsíðuna. Fasteignakaupandinn hefur úr mörgu að velja, allt frá íbúðum að einstökum einbýlum. Skoðið fasteignirnar á Norður Costa Blanca
Viltu skoða þessa eign og svipaðar eignir?
Komdu í heimsókn og skoðaðu með eigin augum