Costa Cálida, Mar Menor, Los Alcázares
REF 3820625
Ný einbýlishús, innan við 500m frá ströndinni í Los Alcázares, við Costa Cálida. Tilvalin staðsetning með frábæru sjávarútsýni og að sama skapi nálægt ýmsum daglegum nauðsynjum, matvöruverslunum, börum og veitingastöðum, sem og Mar Menor siglingaklúbbnum. Íþróttaáhugamenn hafa mikið úrval af afþreyingu á svæðinu, svo sem köfun, siglingar, golf eða gönguferðir á fjöll. Þökk sé AP7 hraðbrautinni er greiður aðgangur að helstu bæjum og flugvöllum Alicante og Murcia.
Glæsileg einbýli með 3 svefnherbergjum og 2 baðherbergjum ásamt þakverönd, með víðáttumiklu sjávarútsýni. Á jarðhæðinni er rúmgóð setustofa, borðstofa og fullbúið eldhús en alrýmið opnast út á verönd og sundlaugarsvæði. Hjónaherbergi og baðherbergi má finna á þessari hæð líka. Á efri hæð eru 2 svefnherbergi, baðherbergi og verönd og á þakveröndinni er sumareldhús, sem nýta má allt árið um kring.
Húsin eru búin nútímalegri hönnun, með hvítum pússuðum veggjum, hertu gleri og granítflísum. Velja má um ýmislegt við innri frágang og eignirnar eru afhentar með foruppsetningu fyrir loftkælingu, innbyggðum fataskápum, eldhústækjum, einkasundlaug og yfirbyggðu bílastæði á lóð.Costa Cálida, Mar Menor, Los Alcázares
Los Alcázares býr að 9 km strönd við Mar Menor og þar á meðal má finna strendur sem liggja við byggð, eins og Los Narejos og Las Salinas, með löngum strandgöngustíg og góðu úrvali af dægradvöl.
Á svæðinu eru líka verndaðar náttúruperlur eins og playa de La Hita, sem er mikilvægur dvalarstaður farfugla og ein af fáum ósnortnum ströndum Mar Menor. Þökk sé flötu landslagi, er Los Alcázares tilvalinn staður fyrir þá sem hafa gaman af hjólreiðum og öðrum íþróttum eins og golfi, en tveir góðir golfvellir eru á staðnum, La Serena Golf y Roda Golf. Medland Spáni býður uppá fjölbreytt úrval fasteigna í Los Alcázares, allt frá íbúðum til stórra einbýlishúsa en allar eignirnar standa nálægt strönd, golfi og þjónustu.
Viltu skoða þessa eign og svipaðar eignir?
Komdu í heimsókn og skoðaðu með eigin augum