Parhús með 3 svefnherbergjum, kjallara, garði, einkasundlaug og sjávarútsýni í Benalmadena

Costa del Sol, Costa del Sol Occidental, Benalmádena

frá 143,592,000 kr
frá 965.000€

3

2

209.00 m2

382.00 m2

Beiðni um upplýsingar um þessa eign

Gögnin þín hafa verið send SUCCESSFULLY

Villa hefur komið upp. Vinsamlegast reyndu aftur síðar

Merkja sem uppáhalds   |       

REF 6537180

Nýr íbúðakjarni með einstökum íbúðum með sjávarútsýni í Benalmadena. Svæðið er kjörið fyrir þá sem eru að leita að rólegu umhverfi en vilja þó ys og þys borgarinnar. Benalmadena er með fallegan gamlan miðbæ, dæmigerðan bæ í Andalúsíu, með hvítum húsum, og býður upp á alls kyns þjónustu, s.s. veitingastaði, fallegar strendur og höfn. Auk golfvalla eru ýmis tækifæri til að stunda aðra afþreyingu s.s. göngu, siglingar og ýmis vatnasport. Þá er Sædýrasafnið og Selwo Marina dýragarðurinn nálægt. Torremolinos og Malaga eru eingöngu í 20-30 mínútna fjarlægð. Á flugvöllinn í Malaga eru um 20 mínútur sem gerir þetta svæði á Costa del Sol kjörið bæði til varanlegrar búsetu og sem annað heimili.

Kjarninn býður upp á nútímalegar íbúðir með 2 eða 3 svefnherbergjum, fáanlegar í ýmsum útgáfum; íbúðir á jarðhæð með stórri verönd eða einkagarði, íbúðir á miðhæð með 2 svefnherbergjum og svölum, þakíbúðir á tveimur hæðum með 2 svölum/veröndum. Lóðin stendur í hlíð sem gerir það að verkum að útsýnið er stórkostlegt. Hönnun íbúðanna gerir það að verkum að þær eru bjartar og hleypa mikilli náttúrulegri birtu inn, og eru þær með borðstofuna, stofuna og eldhúsið í einu opnu björtu rými sem opnast út á verönd. Allar íbúðirnar eru með hjónaherbergi sem er með baðherbergi inn af og aðgengi út á verönd. Í þakíbúðunum sem eru á tveimur hæðum er önnur hæðin með hjónaherberginu og sér svölum.

Allar íbúðirnar eru með fullbúnu eldhúsi með eldhústækjum, loftræstingu, gólfhita á baðherbergjum, geymslu og tvö bílastæði. Ef komið er nægilega snemma að kaupunum er hægt að velja innréttingar og annað.

Til viðbótar við glæsilegar íbúðir býður kjarninn upp á parhús og raðhús, sem henta vel þeim sem vilja næði og þægindi. Parhúsin eru á tveimur hæðum, með kjallara og þakverönd, og bjóða upp á 3 svefnherbergi, 2 baðherbergi, 2 gestasalerni og einkasundlaug. Raðhúsin eru einnig á tveimur hæðum með þakverönd og innihalda 3 svefnherbergi, 2 baðherbergi, eitt gestasalerni, rúmgóðar svalir og einkagarð. Allar eignirnar bjóða upp á nútímalega hönnun, vandaðan frágang og stór útisvæði – fullkomnar til að njóta Miðjarðarhafsloftsins allt árið um kring.

Kjarninn er alveg lokaður og býður upp á frábær sameiginleg svæði, sérstaklega tvær úti sundlaugar með saltvatni, önnur er svokölluð “infinity” sundlaug, stóra garða, útisvæði, göngustíga og stæði fyrir reiðhjól.

See more...

  • einkasundlaug
  • verönd
  • eigin garður
  • bílastæði
  • þakverönd
Más información

Gögnin þín hafa verið send SUCCESSFULLY

Villa hefur komið upp. Vinsamlegast reyndu aftur síðar

Staðsetning

Costa del Sol, Costa del Sol Occidental, Benalmádena

Benalmádena liggur frá fjallsrótum Sierra de Mijas að strandlengjunni. Bærinn er staðsettur í efri hluta svæðisins og þaðan er stórkostlegt útsýni. Neðar er þéttbýlið Arroyo de la Miel, þar sem flestir íbúar eru staðsettir og að lokum er það Benalmádena-Costa, en þar má finna fjölmörg hótel, golfvelli, spilavíti og sportbátahöfn. Íbúafjöldi í Benálmadena er 72.000 sem gerir bæinn að sjöunda fjölmennasta sveitarfélagi héraðsins og setur hann í annað sæti á eftir borginni Málaga. 

Benalmádena er í dag einn helsti ferðamannastaðurinn við Costa del Sol og þekkt fyrir framboð af dægradvöl og tómstunda aðstöðu en þar á meðal er vatnagarður, tvö sædýrasöfn, spilavíti, kláfferja og ein stærsta sportbátahöfn í Andalúsíu. Svæðið er mjög vel tengt við höfuðborgina og aðra þéttbýliskjarna við Miðjarðarhafsstrendur, þar sem AP-7 hraðbrautin fer í gegnum það frá austri til vesturs. 

  • 17 km
  • 5 km
  • 7 km
  • 1 km
  • 1 km
  • 1 km

Nánari upplýsingar um Benalmádena

Viltu skoða þessa eign og svipaðar eignir?

Komdu í heimsókn og skoðaðu með eigin augum

Skoðunarferðir

Hafa samband
NOTKUN Á KÖKUM
Við notum okkar vefkökur til að bæta reynslu þína og þjónustuna okkar. Haldirðu áfram að fletta, tökum við því sem samþykki á notkun okkar á kökum. Þú getur fengið nánari upplýsingar um Reglur um notkun á vefkökum.