Costa del Sol, Costa del Sol Occidental, Estepona
REF 6577038
Nýr kjarni íbúða með nútímalegum íbúðum í Estepona. Fullkomið náttúruumhverfi, stutt í alls kyns þjónustu og í aðeins 10 mínútna akstursfjarlægð frá fallega sögufræga miðbænum og ströndinni. Svæðið býður upp á umfangsmikla menningar- og tómstundastarfsemi, eins og Selwo Aventura dýragarðinn, sem er aðeins nokkrum mínútum frá íbúðar kjarnanum sem og ýmsa golfvelli í innan við 15 mínútna radíus. Góð vegatenging, með AP-7 og A-7, gerir það fljótt og auðvelt að heimsækja önnur ferðamannasvæði, eins og Puerto Banús á 15 mínútum, Marbella á 25 mínútum og Manilva á 30 mínútum. Flugvellir Malaga og Gíbraltar eru báðir 50 mínútur frá íbúða kjarnanum.
Í íbúðasamstæðunni eru íbúðir með 2, 3 og 4 svefnherbergjum, fáanlegar í mismunandi gerðum: jarðhæðir með verönd og/eða sérgarði, miðhæðir með stórri verönd, svo þakíbúðir með sér þakverönd og svo þakíbúðir á tvær hæðir með 3 svefnherbergjum. Opið rými sameinar eldhús, borðstofu og setustofu í stóru rými með stórum gluggum sem snúa út á suður og suðaustur svalir sem skapa mjög fallega birtu. Hjónaherbergi er með sér baðherbergi og útgengi út á verönd. Í þakíbúðunum á tveimur hæðum er hjónaherbergi á fyrstu hæð með sérverönd. Sumar íbúðir eru með sjávarútsýni, allt eftir staðsetningu innan íbuðakjarnans og hæð hennar.
Íbúðirnar eru byggðar í hæsta gæðaflokki og innihalda fullbúið eldhús með heimilistækjum, loftræstikerfi, rafmagnsgardínur, gólfhiti á baðherbergjum, þvottahús, geymsla og, eftir gerð, 1 eða 2 bílastæði. í opnum neðanjarðar bílakjallara. Þakíbúðirnar með 3 eða 4 svefnherbergjum eru með gólfhita í allri íbúðinni. Að auki eru þakíbúðirnar með þaksvölum einnig með grillsvæði, útisturtu, lýsingu og foruppsetningu fyrir nuddpott. Það er hægt að sérsníða íbúðirnar eftir vali á frágangi, það fer eftir byggingastigi.
Þetta verkefni býður ekki aðeins upp á glæsilegar íbúðir, heldur einnig einbýlishús með 3 svefnherbergjum og 3 baðherbergjum (2 en-suite) á tveimur hæðum með sér þakverönd. Þessi heimili einkennast af nútímalegri hönnun, rúmgóðum stofum og einkagörðum, tilvalið til að njóta Miðjarðarhafsloftslagsins. Með auka uppfærslu er hægt að byggja einkasundlaug gegn aukagjaldi og skapa einstakan og persónulegan blæ á hvert heimili.
búðakjarninn samanstendur af ýmsum sameiginlegum svæðum þar sem Miðjarðarhafslífsstíllinn getur notið sín til hins ýtrasta, eins og stór garðsvæði, frábærar útisundlaugar, upphitaðir nuddpottar, líkamsræktarstöð, jógasvæði, upphituð sundlaug, SPA, petanque völlur, padel- tennisvöllur, vinnuherbergi, fjölnota viðburðaherbergi, búningsklefar og salerni. Það er líka barnasundlaug með vatnsstútum og leikvöllur.
Costa del Sol, Costa del Sol Occidental, Estepona
Einn mest heillandi staðurinn við Costa del Sol er bærinn Estepona. Staðsettur á milli Miðjarðarhafsins og frjósams dals með lækjum og fallegu grænu fjallanna í Sierra Bermeja. Svæðið nýtur milds Miðjarðarhafsloftslags, með árlegum meðalhita upp á 17º og næstum 300 sólríka daga á ári. Allt þetta gerir bæinn að einum mikilvægasta áfangastað ferðamanna og þeirra sem eiga sitt annað heimili á suðurströnd Spánar.
Estepona hefur það besta sem fjöllin og hafið hafa upp á að bjóða. Borgin og svæðið sem henni tengist, býður upp á 23 km af fallegum ströndum með alls kyns þjónustu sem tryggir öryggi og ánægju meðfram einni lengstu strandlengju Málaga héraðs. Estepona smábátahöfnin er uppáhaldsstaður þeirra sem leita að tómstundum og skemmtun á kvöldin, sérstaklega yfir sumarmánuðina. Sierra Bermeja fjöllin eru tilvalið náttúrusvæði til að njóta alls kyns útivistar, svo sem gönguferða, hjólreiða eða fuglaskoðunar.
Viltu skoða þessa eign og svipaðar eignir?
Komdu í heimsókn og skoðaðu með eigin augum