Costa del Sol, Costa del Sol Occidental, Fuengirola
REF 6463596
Einstakar íbúðir í afgirtu hverfi nálægt Fuengirola, á Costa del Sol. Framúrskarandi staðsetning í fallegri náttúru með vel hirtum görðum, í aðeins fimm mínútna fjarlægð frá ströndinni. Staðsetningin gefur kost á stórkostlegu útsýni yfir Miðjarðarhafið og alla mögulega þjónustu er að finna í borginni Fuengirola, í aðeins tíu mínútna fjarlægð frá byggðinni. Fleiri mikilvægar borgir á þessu svæði, eins og Benalmádena og Málaga, eru í aðeins 20 og 25 mínútna fjarlægð.
Í boði eru lúxusíbúðir með 2 og 3 svefnherbergjum, í mismunandi stærðum og gerðum: neðri hæðir með einkagarði, miðhæðir og risíbúðir. Allar íbúðirnar eru með rúmgóðum veröndum og frábæru sjávarútsýni. Jarðhæðin og þakíbúðirnar eru einnig með einkasundlaug. Allar tegundir sýna opna stofu sem sameinar eldhús, borðstofu og setustofu í stóru rými sem opnast út á verönd. Stóru gluggarnir skapa mjög bjart rými með því að hleypa inn náttúrulegu ljósi , auk þess að bjóða upp á fallegt víðáttumikið útsýni.
Íbúðirnar eru allar hannaðar af kostgæfni, í framúrstefnustíl, nýstárlegar og úr hágæða sjálfbæru efni, eins og stál, stein og við. Allar íbúðirnar eru með full útbúið eldhús með heimilistækjum, hljóð- og hitaeinangrandi TECHNAL-gluggum, hita- og loftkælingu, gólfhita í baðherbergjum og einu svefnherbergi eða í allri íbúðinni, snjallkerfi og tveimur bílastæðum með hleðslustöð fyrir rafbíla.
Byggðin hefur upp á bjóða úrval sameiginlegra tómstundasvæða fyrir samfélagið, bera þar hæst sundlaug fyrir alla aldurshópa, víðfeðma garða með Miðjarðarhafsgróðri, matjurtagörðum og ávaxtatrjám, gönguleiðir, svæði fyrir nestisferðir og grill, útiheilsurækt, gufubað, samvinnusali og leikherbergi. Að auki munu eigendur fá áskrift að einstökum siglingaklúbbi, heilsulind og strandarklúbbi. Samfélagið er einnig með húsvarðarþjónustu sem býður upp á að ganga frá kröfum og öðru umstangi með snjallforriti.
Costa del Sol, Costa del Sol Occidental, Fuengirola
Fuengirola er borg sem angar af Andalúsíu og býður uppá víðfeðma strandlengju sem skreytt er stórkostlegum ströndum. Þessi borg í Málaga héraði hefur um langt skeið verið eftirsóttur ferðamannastaður og býður uppá fjölbreytt úrval þjónustu og innviða, svo sem golfvelli, hestabúgarða, skemmtigarða, hótel og veitingastaði, svo ekki sé minnst á menningarhefðir og hátíðir. Menningarlegir viðburðir í Fuengirola, ásamt vinsælum hátíðahöldum, teygja sig yfir árið eins og það leggur sig og endurspegla opið og alúðlegt viðmót innfæddra.
Íbúafjöldi í borginni er um 80.000 manns, sem gerir hana að fimmta fjölmennasta sveitarfélagi Málaga, á eftir höfuðborginni sjálfri, Marbella, Vélez-Málaga og Mijas.
Fuengirola var stofnuð af Föníkumönnum og um hana fóru Rómverjar, Býsantíumenn, Vestgotar og Múslímar ásamt öðrum þjóðum, þar til hún var opinberlega innlimuð í konungsríki Kastilíu, árið 1485. Í dag er Fuengirola mikilvægur ferðamannastaður sem hýsir um 250.000 manns yfir sumartímann og hagkerfi borgarinnar veltur á ferðamannaþjónustu.
Viltu skoða þessa eign og svipaðar eignir?
Komdu í heimsókn og skoðaðu með eigin augum