Hin fræga Milla de Oro eða Gullna Mílan í Marbella er glæsilegt íbúðahverfi og eitt það glæsilegasta við Costa del Sol. Mílan spannar yfir 8 km, og er í raun ekki landfræðilega afmörkuð. Frá vestri til austurs, teygir hún sig frá Puerto Banús til Marbella. Þessi fræga slóð státar af gríðarfallegum ströndum, útsýni til fjalla og fjöldamörgum glæsilegum byggingum, eins og Palacio del Rey Fahd, sem og einhverjum glæsilegustu lúxus hótelum borgarinnar.
Þegar Marbella Club hótelið, sem byggt var af prins Alfonso de Hohenlohe, opnaði dyr sínar árið 1954, hófu evrópskir aristókratar að koma til borgarinnar, ásamt alþjóðlegum viðskiptajöfrum og frægum leikurum. Allt þetta umbreytti þessu gamla fiskimannaþorpi í einn mest eftirsótta áfangastað í heimi. Marbella heldur þeim staðli enn þann dag í dag.
Við hjá Medland viljum aðstoða þig við leitina að réttu fasteigninni við strendur Miðjarðarhafsins. Ráðgjafar okkar geta svarað spurningum þínum og sent þér sérsniðin eignalista sem hentar þínum þörfum og óskum.