Costa del Sol, Málaga, Málaga
REF 7086019
Í nýju íbúðarhverfi sem nú er í uppbyggingu sameina þessar íbúðir í Málaga nútímalega hönnun, vellíðan og þægindi í líflegu og framtíðar miðuðu umhverfi. Verkefnið er hluti af nýju borgarhverfi sem verður með breiðum trjágrónum götum, hjólastígum, leiksvæðum og útisvæðum fyrir íþróttir – allt hannað til að skapa notalegt og grænt umhverfi með góðum tengingum við helstu þjónustu. Staðsetningin býður upp á framúrskarandi samgöngur með auðveldum aðgangi að neðanjarðar lestum og lestarstöðvum, sjúkrahúsum, verslunarmiðstöðvum, veitingastöðum og háskólanum. Alþjóðaflugvöllurinn er aðeins tuttugu mínútna akstur í burtu.
Íbúðirnar eru bjartar og rúmgóðar, með 1, 2 eða 3 svefnherbergjum sem nýta birtu og pláss til hins ýtrasta. Íbúðir á jarðhæð bjóða upp á einkareiti sem eigendur geta innréttað að vild, en þakíbúðirnar skera sig úr með stórum svölum og víðáttumiklu útsýni. Innandyra einkennast íbúðirnar af stórum gluggum, opinni stofu og eldhúsi, og hjónasvítum með sérbaði (nema í eins herbergis íbúðum). Eldhús eru búin tækjum, og allar íbúðir innihalda loftkælinu í gegnum loftrásir, fullbúin baðherbergi, bílastæði og geymslu.
Meira en 1.000 m² af sameiginlegu rými er ætlað til að stuðla að vellíðan, afþreyingu og virkum lífsstíl. Þar eru útisundlaug og barnalaug, græn svæði til sólbaða og upphituð innisundlaug. Einnig er að finna vel búna líkamsræktar aðstöðu, útisvæði fyrir crosstraining, heilsulind með gufubaði og tyrknesku baði, útisvæði fyrir Mindfulness og Yoga, kvikmyndasal, vinnurými, snjalllæsi skápa, hjólaverkstæði og búningsklefa. Snjalltækni gerir íbúum kleift að stýra aðgangi og bóka sameiginleg svæði í gegnum app, sem eykur þægindi og einfaldar daglegt líf.
Þessar íbúðir í Málaga eru framúrskarandi valkostur fyrir þá sem vilja nútímalegt heimili í spennandi nýju hverfi, umlukið grænum svæðum, þjónustu og fjölbreyttri aðstöðu til heilsubótar og afþreyingar.
Costa del Sol, Málaga, Málaga
Málaga borg, höfuðborg samnefnds héraðs, er staðsett við vesturhluta Miðjarðarhafsins á suðurströnd Spánar, í um 100km fjarlægð frá Gíbraltarsundi. Íbúafjöldi borgarinnar er um 580.000 og hún þannig önnur fjölmennasta borg Andalúsíu og sjötta í röðinni yfir Spán í heild sinni. Borgin var stofnuð af Föníkumönnum á áttundu öld fyrir Krist, sem gerir hana enn fremur að einni elstu borg Evrópu.
Fyrir utan sólríkar strendur, býr þessi borg við rætur Miðjarðarhafsins að mjög áhugaverðum menningarhefðum. Staðurinn sem bauð snillinginn Pablo Picasso velkominn í heiminn, hefur á undanförnum árum aukið við menningararfinn og opnað söfn við allra hæfi. Í borginni má finna einu Pompidou miðstöðina utan Frakklands.
Viltu skoða þessa eign og svipaðar eignir?
Komdu í heimsókn og skoðaðu með eigin augum